Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 með vísan
til 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í leiðréttingu á Aðalskipulagsuppdrætti,- séruppdráttur Kaupangshverfi.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi var gert ráð fyrir að syðst á svæði merktu ÍS13-a, í landi Þórustaða yrðu byggð
tvö íbúðarhús. Aðalskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir annarri lögun svæðisins, það færist vestar og neðar, þ.e.
nær þjóðvegi. Einnig að svæðið stækki lítilega og verði 2.33 ha. Fjöldi lóða helst óbreyttur, þ.e. tvær
íbúðahúsalóðir. Samkvæmt 2. mgr 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 tekur sveitarstjórn að sér að bæta það
tjón er einstakir aðilar kunna að verða fyrir við breytinguna.
Tillaga þessi verður til sýnis á skrifstofu og á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.eyjafjardarsveit.is frá og með 4. júlí. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 21. júlí 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir auglýstan frest telst samþykkur henni.
Tillaga þessi verður til sýnis á skrifstofu og á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.eyjafjardarsveit.is frá og með 4. júlí. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 21. júlí 2008. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna fyrir auglýstan frest telst samþykkur henni.