Fréttayfirlit

Skólahaldi aflýst á morgun fimmtudaginn 6. febrúar 2025 og bókasafnið verður lokað

Þar sem almannavarnir hafa gefið út rauða viðvörun fyrir svæðið milli klukkan 10 og 16 á morgun fimmtudag, hefur verið ákveðið að aflýsa öllu skólahaldi í Eyjafjarðarsveit á morgun. Skólarnir verða því lokaðir og ekkert starfsfólk í húsi. Þá verður bókasafnið einnig lokað. Íþróttamiðstöðin verður opin til klukkan 8:00 en ákvörðun um síðdegisopnun verður tekin í fyrramálið.
05.02.2025
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Hrafnagilshverfi leitar eftir starfsfólki í framtíðarstörf

*Leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundna stöður á deild. *Starfsfólk í afleysingu inn á deild. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 86 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands eða Einingu Iðju.
03.02.2025
Fréttir