Skólahaldi aflýst á morgun fimmtudaginn 6. febrúar 2025 og bókasafnið verður lokað
Þar sem almannavarnir hafa gefið út rauða viðvörun fyrir svæðið milli klukkan 10 og 16 á morgun fimmtudag, hefur verið ákveðið að aflýsa öllu skólahaldi í Eyjafjarðarsveit á morgun. Skólarnir verða því lokaðir og ekkert starfsfólk í húsi. Þá verður bókasafnið einnig lokað. Íþróttamiðstöðin verður opin til klukkan 8:00 en ákvörðun um síðdegisopnun verður tekin í fyrramálið.
05.02.2025
Fréttir