Fréttayfirlit

Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagilshverfi með 30 ára aldrustakmarki dagana 13.-17.júní

Líkt og undanfarin ár verður aldurstakmark og gæsla á tjaldsvæðinu í Hrafnagilshverfi í kringum Bíladaga á Akureyri. Dagana 13.-17.júní er tjaldsvæðið því lokað fyrir yngri en 30 ára og verður gæsla á svæðinu til þess að fylgja því eftir.
10.06.2023
Fréttir

40% starf í heimaþjónustu - framtíðarstarf

Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi. Aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf er stórt verkefni í heimaþjónustu en einnig er um að ræða verkefni tengd félagslegum stuðningi og önnur aðstoð og stuðningur. Starfsmaður í heimaþjónustu þarf að vera hvetjandi og jafnframt sýna umburðarlyndi og skilning á aðstæðum þjónustuþega.
09.06.2023
Fréttir

Sundnámskeið

Í vikunni 19.-23. júní verður sundlaugin okkar hituð upp vegna sundnámskeiðs leikskólabarnanna okkar og þeirra sem byrja í skóla í haust. Við vonumst til að því verður sýndur skilningur en einnig er kjörið tækifæri til að kíkja með þau yngstu í sund þessa daga. Skráning barna á námskeiðið fer fram á Sportabler. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
07.06.2023
Fréttir

Starfskraftur óskast við þrif

Starfskraftur óskast við þrif á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og Félagsborg. Vinnutími sveigjanlegur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600.
06.06.2023
Fréttir

Kattahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 9. og 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.” Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Sé ónæði af völdum katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615. Sveitarstjóri.
06.06.2023
Fréttir

Sleppingar 2023

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013, hefst beitartímabil sauðfjár 10. júní ár hvert og lýkur um göngur á haustin. Beitartímabil vegna nautgripa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 1. október sama ár. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári. Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar. Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt. Sveitarstjóri.
05.06.2023
Fréttir