Fréttayfirlit

Árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla

Föstudaginn 14. janúar næstkomandi verður árshátíð unglingastigs. Nemendur völdu að setja upp stytta útgáfu af söngleiknum Mamma Mia þar sem lög ABBA fá að hljóma. Vegna samkomutakmarkana geta þeir ekki haldið sýninguna með hefðbundnum hætti. Planið er að leyfa gestum sem farið hafa í hraðpróf að koma á kvöldsýninguna en taka sýninguna einnig upp um morguninn og áhugasamir geta keypt rafrænan aðgang. Allir nemendur unglingastigs taka þátt í uppfærslunni því auk þess að leika, dansa og syngja á sviði sjá unglingarnir um búninga, förðun, leikmynd, leikskrá og alla tæknivinnu. Nemendur unglingastigs bjóða því til sölu ,,heimaleikhúspakka” sem inniheldur slóð á leikritið og rafræna leikskrá. Pakkinn kostar 1.500 krónur og pantanir þurfa að berast til Nönnu, nanna@krummi.is, fyrir klukkan 10:00 föstudaginn 14. janúar. Aðgangseyrir á sýninguna í Laugarborg er 1.000 kr. Ágóðinn verður nýttur fyrir nemendur unglingastigs, t.d. í lyftugjöld í skíðaferð og fleira skemmtilegt. Við þökkum stuðninginn, nemendur unglingastigs Hrafnagilsskóla
13.01.2022
Fréttir

Sveitarstjórn samþykkit reglur um styrki vegna varmadæla í Eyjafjarðarsveit

Á fundi sínum þann 21.nóvember síðastliðinn samþykkti sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar að veita styrk allt að 500.000kr til heimila vegna uppsetningar varmadæla á árinu 2022 eða síðar.
13.01.2022
Fréttir

ÞORRABLÓT EYJAFJARÐARSVEITAR 2022

Ójá – við ætlum að halda þorrablót!!! Ekki hefðbundið blót í íþróttasalnum heldur RAFRÆNT þorrablót þann 29. janúar kl. 21:00. Svo ykkur er óhætt að fara að viðra sparifötin, móta þorrakúluna ykkar (stærð hennar fer eftir þeim samkomutakmörkunum sem verða ríkjandi þetta kvöld), undirbúa matarmálin (hægt verður að panta tilbúna þorrabakka) og bara almennt fara að hlakka til!! Við verðum með tilbúna rafræna dagskrá handa ykkur svo það eina sem þið þurfið að gera er að opna skjáinn og eiga GEGGJAÐA kvöldstund fyrir framan hann. Skoðið facebook síðuna Þorrablót Eyjafjarðarsveitar, líkið við hana og finnið ennfremur „viðburðinn“ Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2022. Skráið endilega þátttöku ykkar (going) og þá eruð þið sjálfkrafa þátttakendur í frábæru happdrætti þar sem veglegir vinningar verða í boði. Allt þetta verður aðgengilegt og ókeypis fyrir alla þetta kvöld – líka þá sem eru í sóttkví, einangrun og óbólusettir
11.01.2022
Fréttir

Fundarboð 579. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 579 FUNDARBOÐ 579. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 13. janúar 2022 og hefst kl. 8:00 Dagskrá Fundargerðir til staðfestingar 1. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 188 - 2112001F 1.1 2112003 - Umsóknir um styrk til menningarmála 2021 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 358 - 2201002F 2.1 2110066 - Brúnir - kvörtun vegna legu reiðleiðar 2.2 2112004 - Brúarland - beiðni um breytta landnotkun 2021 2.3 2112005 - Samkomugerði 1 - Umsókn um leyfi fyrir gestahúsi 2.4 2112006 - Leifsstaðabrúnir 8-10 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi 2.5 2112015 - Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála - Tilkynning um kæru 182, 2021 2.6 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II 2.7 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis 2.8 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar 2.9 2111036 - Bakkatröð 48 - Parhús 2021 2.10 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði 2.11 2201006 - Höskuldsstaðir - stofnun lóðar v stækkunar Sökku Fundargerðir til kynningar 3. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 903 - 2112002 4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 904 - 2112007 5. Norðurorka - Fundargerð 268. fundar - 2112008 6. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 138. fundar - 2112009 7. Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Ársskýrsla 2020 - 2112017 8. Greið leið ehf. - Aukafundur hluthafa 29.12.2021 - 2201004 9. Óshólmanefnd - fundargerð 9.des. 2021 - 2112013 10. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - 8. fundur - 2201002 Almenn erindi 11. Krafa eigenda Þormóðsstaða vegna beitar í Sölvadal - 2112011 12. Samstarf 11 sveitarfélaga á Nl.eystra og N4 2022 - Ályktun N4 ehf. - 2112016 13. Jafnlaunakerfi Eyjafjarðarsveitar 2022 - 2112018 14. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - Framtíð og rekstur svæðis - 2201003 15. Gjaldskrá sorphirðu 2022, tillaga að breytingu - 2201007 Almenn erindi til kynningar 16. Samningur sveitarfélaga við SSNE vegna áfangastaðastofu - 2111026 11. janúar 2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
11.01.2022
Fréttir

Mörg smit og mikilvægt að fylgjast vel með

Kæru íbúar, mikið er af smitum í sveitarfélaginu þessa dagana og hafa undanfarnar viku að jafnaði smitast 1-3 aðilar á hverjum degi í sveitarfélaginu. Eru nú 26 í einangrun og 22 í sóttkví. Mikilvægt er að sækja einkennasýnatöku ef grunur leikur á smiti eða viðkomandi hefur einkenni Covid.
07.01.2022
Fréttir

Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs viljum við í tónlistarskólanum vekja athygli á því að á þessari önn eru laus pláss á bæði selló og þverflautu. Selló er t.d. kennt með Suzuki aðferð sem hentar vel ungum börnum frá u.þ.b. 5 ára aldri. Áhugasamir hafi samband við tónlistarskólann í síma 464-8110 eða innriti sig á heimasíðu skólans sem er www.tonlist.krummi.is. Ennfremur værum við glöð að sjá fleiri nemendur á öllum aldri í klassísku söngnámi. Góð kveðja úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
06.01.2022
Fréttir