Árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla

Fréttir

Föstudaginn 14. janúar næstkomandi verður árshátíð unglingastigs. Nemendur völdu að setja upp stytta útgáfu af söngleiknum Mamma Mia þar sem lög ABBA fá að hljóma.

Vegna samkomutakmarkana geta þeir ekki haldið sýninguna með hefðbundnum hætti. Planið er að leyfa gestum sem farið hafa í hraðpróf að koma á kvöldsýninguna en taka sýninguna einnig upp um morguninn og áhugasamir geta keypt rafrænan aðgang.

Allir nemendur unglingastigs taka þátt í uppfærslunni því auk þess að leika, dansa og syngja á sviði sjá unglingarnir um búninga, förðun, leikmynd, leikskrá og alla tæknivinnu.

Nemendur unglingastigs bjóða því til sölu ,,heimaleikhúspakka” sem inniheldur slóð á leikritið og rafræna leikskrá. Pakkinn kostar 1.500 krónur og pantanir þurfa að berast til Nönnu, nanna@krummi.is, fyrir klukkan 10:00 föstudaginn 14. janúar.

Aðgangseyrir á sýninguna í Laugarborg er 1.000 kr.

Ágóðinn verður nýttur fyrir nemendur unglingastigs, t.d. í lyftugjöld í skíðaferð og fleira skemmtilegt.

Við þökkum stuðninginn,

nemendur unglingastigs Hrafnagilsskóla