Fréttayfirlit

Útboð - Hrafnagilsskóli viðbygging

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða jarðvinnu, steypu sökkla og botnplötu ásamt lagnavinnu.
22.10.2021
Fréttir

Upplýsingar um réttinn til bólusetninga á 13 tungumálum

Kynningarefni á 13 tungumálum (ísl., ensku, pólsku, litháísku, spænsku, rússnesku, serbnesku, rúmensku, lettnesku, arabísku, kúrdísku, farsi, tælensku) um réttinn til bólusetninga hefur verið uppfært og aðgengilegt á netinu (https://www.covid.is/vax-kynningarefni ). 
22.10.2021
Fréttir

Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjánna, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi.
22.10.2021
Fréttir

Starf í heimaþjónustu

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir starfsmönnum í heimaþjónustu. Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi.
20.10.2021
Fréttir

Umsókn um íþrótta- og tómstundastyrk barna

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum. Styrkur árið 2021 er fjárhæð 20.000 kr. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs. Sótt er rafrænt um íþrótta- og tómstundastyrk á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-ithrotta-og-tomstundastyrk-barna Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda: 1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn. 2. Staðfestingu á greiðslu. 3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
19.10.2021
Fréttir

Fundarboð 574. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 574. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 21. október 2021 og hefst kl. 08:00.
19.10.2021
Fréttir

Freyvangsleikhúsið kynnir Smán

Leikritið Smán verður frumsýnt 22. október þar sem við upplifum allskonar tilfinningarússíbana og skellum okkur á trúnó af því „Það er allt í þessu fína, allt í þessu skíta helvítis fína. Hvað er einn aumingi á milli vina?“ Miðasala á tix.is og í síma 857-5598. Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu Freyvangsleikhússins og á freyvangur.is Hlökkum til að sjá ykkur!
18.10.2021
Fréttir

SSNE auglýsir eftir verkefnastjóra umhverfismála - Umsóknarfrestur til og með 20. október 2021

Leitað er að öflugum verkefnastjóra í teymi atvinnuþróunar og nýsköpunar hjá SSNE með sérstaka áherslu á umhverfismál. Umhverfismál eru ein þriggja stoða Sóknaráætlunar Norðurlands eysta. Meginmarkmið Sóknaráætlunar varðandi umhverfismál eru; Marka framtíðar- og heildarsýn landshlutans í umhverfismálum, efla staðbundna þekkingu á svæðinu í umhverfismálum, leggja okkar af mörkum til að mæta skuldbindingum Íslands varðandi bindingu CO2 og að koma til móts við þau markmið sem sett eru fram í landsáætlun varðandi meðferð úrgangs. Um fullt starf er að ræða og gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst. Starfsstöð viðkomandi verkefnastjóra er á Húsavík en verkefnin spanna allt starfssvæði SSNE. Helstu verkefni Umsjón með umhverfismálum SSNE og verkefnum á því sviði. Samskipti við ríki, sveitarfélög og aðra hagaðila vegna umhverfismála. Verkefnastýring stærri og minni verkefna sem tengjast verkssviði SSNE. Ráðgjöf, upplýsingagjöf og stuðningur við frumkvöðla. Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi (BA, BS, B.ed eða sambærilegt). Þekking og reynsla af umhverfismálum skilyrði. Þekking og reynsla af verkefnastjórnun. Mikil hæfni í samskiptum og tengslamyndun. Reynsla af ráðgjöf er kostur. Reynsla af stjórnun og rekstri er kostur. Góð þekking á atvinnulífi svæðisins er kostur. Sjálfstæði, frumkvæði og góð skipulagshæfni. Mjög góð færni í íslensku og ensku. Góð almenn tölvukunnátta. Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2021 Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda. Sækja um starf Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is
18.10.2021
Fréttir

Sundlaug opnar kl. 18:00, þriðjudaginn 19.10. vegna hitaveiturofs

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir heitt vatn fram eftir degi. Vegna þessarar vinnu mun sundlaugin ekki opna fyrr en kl. 18:00. Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
18.10.2021
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Vegna vetrarleyfis í skólanum er bókasafnið lokað þriðjudaginn 19. október. Venjulegir opnunartímar safnsins eru: Þriðjudaga frá 14:00-17:00 Miðvikudaga frá 14:00-17:00 Fimmtudaga frá 14:00-18:00 Föstudaga frá 14:00-16:00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.  
13.10.2021
Fréttir