Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir starfsmönnum í heimaþjónustu.
Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi. Aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf er stórt verkefni í heimaþjónustu en einnig er um að ræða verkefni tengd félagslegum stuðningi og önnur aðstoð og stuðningur. Starfsmaður í heimaþjónustu þarf að vera hvetjandi og jafnframt sýna umburðarlyndi og skilning á aðstæðum þjónustuþega.
Hæfniskröfur:
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
- Áhugi og/eða reynsla af að starfa með öldruðum og fötluðum
- Frumkvæði, sveigjanleiki og geta til að vinna sjálfstætt
- Almenn kunnátta við þrif og önnur heimilisstörf
- Stundvísi og heiðarleiki
- Góð íslenskukunnátta
- Gild ökuréttindi og þarf að hafa bíl til umráða
Til greina kemur að ráða tvo starfsmenn í hlutastarf eða einn í fullt starf. Samið hefur verið um fulla vinnustyttingu og er fullt starf því 36 klst. á viku og getur vinnutími verið sveigjanlegur.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 4. nóvember 2021.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar merktar „starf í heimaþjónustu“ á netfangið esveit@esveit.is.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða esveit@esveit.is.