Fréttayfirlit

Fundarboð 576. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 576. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 18. nóvember 2021 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 356 - 2111004F 1.1 2111003 - Fellshlíð - Umsókn um leyfi fyrir skógrækt 1.2 2111005 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Þórustaðavegar nr. 8479-01 af vegaskrá 1.3 1911003 - Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi 1.4 2111016 - Fífilgerði - Umsókn um lóð 1.5 2111018 - Umsókn um efnistöku 1.6 2111023 - Ósk um sameiningu jarðanna Kamb L152669 við Stóra-Hamar 1 L152778 yndir Stóra-Hamri 2.Lýðheilsunefnd - 200 - 2111005F 2.1 2110060 - Íþróttamiðstöð gjaldskrá 2022 2.2 2110062 - UMF Samherja samstarfssamningur 2.3 2110063 - Heilsueflandi samfélag 2.4 2110050 - Fjárhagsáætlun 2022 - Lýðheilsunefnd Fundargerðir til kynningar 3. Markaðsstofa Norðurlands - Stöðuskýrsla Flugklasans Air 66N - 2111004 4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 901 - 2111010 5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 902 - 2111014 6. Hættumatsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 2104002 Almenn erindi 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - Loftslagsvernd í verki - 2111013 8. SSNE - Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 - 2111020 9. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 - 2109021 10. Staða og horfur varðandi endurbyggingu Þverárræsis og nýbyggingu Eyjafjarðar brautar vestari - 2110040 16.11.2021 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
16.11.2021
Fréttir

Sýning á heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru

Sýning á heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru verður í Laugaborg, föstudaginn 3. desember kl. 20:00. Í heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru er sagt frá skógum á Íslandi og rakin saga skógarnytja, skógeyðingar og skógræktar á Íslandi. Hérna kemur fyrir almenningssjónir fræðileg kvikmynd með ljóðrænu ívafi. Fræðslunni er beint að áhugafólki um land og sögu, landgræðslu og skógrækt, lærðum sem leikum. Aðgangur er ókeypis en frjálst framlag er vel þegið við innganginn. Leikstjóri og höfundur Milli fjalls og fjöru er Ásdís Thoroddsen og tónlist samdi Hildigunnur Rúnarsdóttir. Gjóla ehf. framleiddi með fjárstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Loftslagssjóði, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Hagþenki – félagi fræðihöfunda og námsgagnahöfunda. Gjóla ehf. www.gjola.is gjola@gjola.is
15.11.2021
Fréttir

Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?

Nú þegar vetur gengur í garð kannar sveitarfélagið hverja vantar mögulega aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að komast í starfið en sjá sér ekki fært á að mæta vegna aksturs að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600. Mikilvægt er fyrir okkur að fá nafn, heimilisfang og símanúmer svo við getum haft aftur samband varðandi frekari útfærslu þjónustunnar. Sveitarstjóri.  
10.11.2021
Fréttir

Syndum, landsátak í sundi 1. – 28. nóvember

Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Munum eftir því hvað sund er frábært! Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá sínar sundvegalengdir.
09.11.2021
Fréttir

Leiðalýsing 2021

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi annast lýsingu leiða í kirkjugörðum í Eyjafjarðarsveit eins og undanfarin ár. Krossarnir verða settir upp áður en aðventan byrjar. Þeir sem leigt hafa krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er kr. 3.500.- Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Hirti í síma 894-0283 eða Stefáni í síma 864-6444. Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.  
02.11.2021
Fréttir

Fundarboð 575. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 575. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 4. nóvember 2021 og hefst kl. 08:00.
02.11.2021
Fréttir

Útboð - Hrafnagilsskóli viðbygging - breyttar tímasetningar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða jarðvinnu, steypu sökkla og botnplötu ásamt lagnavinnu, skal verki að fullu lokið eigi síðar en 31.maí 2022.
01.11.2021
Fréttir

Íbúar fá frítt í sund í nóvember

Landsátak verður í sundi í nóvember og hefur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákveðið í tengslum við það að bjóða íbúum sveitarfélagsins frítt í sund allan mánuðinn. Þeir sem eiga árskort fá kortinu sínu sjálfkrafa framlengt um einn mánuð í tilefni þessa og þurfa því ekki að óska sérstaklega eftir því.  
27.10.2021
Fréttir

Syndum, landsátak í sundi 1. – 28. nóvember

Ágæti viðtakandi Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
27.10.2021
Fréttir

Velferð hrossa á útigangi

Nú þegar vetur gengur í garð er vert að rifja upp reglur um velferð hrossa á útigangi en gott yfirlit yfir það má finna á heimasíðu Matvælastofnunar.
22.10.2021
Fréttir