Fréttayfirlit

Hefur þú hugmynd, tillögu eða raunverulegt verkfæri sem getur stuðlað að betri þjónustu við fatlað fólk?

Félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að fara af stað með verkefni sem miðar að því að safna og miðla upplýsingum, auka þekkingu og reynslu á tæknilausnum og þjónustu sem dregið gætu úr þeim áhrifum sem rekja má til afleiðinga COVID 19 á stöðu fatlaðs fólks. Samþykkt hefur verið að veita 40 milljónum króna til þessa verkefnis á landsvísu á árinu 2021.
04.06.2021
Fréttir

Fundarboð 567. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 567 FUNDARBOÐ 567. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 3. júní 2021 og hefst kl. 08:00
01.06.2021
Fréttir

Sumaropnun hefur tekið gildi

Íþróttamiðstöðin er opin mánudaga - föstudaga kl. 06:30-22:00 og um helgar 10:00-20:00.
01.06.2021
Fréttir

Áttu nælonsokkabuxur sem þú ert hætt að nota?

Nokkrir nemendur í Hrafnagilsskóla óska eftir gefins nælonsokkabuxum til að endurnýta í grashausa, sjá meðfylgjandi mynd. Ef nánari upplýsingar óskast þá endilega heyrið í Nönnu ritara í síma 464-8100, hún mun einnig taka við þeim sokkabuxum sem berast.
31.05.2021
Fréttir

Skólaliði og starfsmaður í frístund

Inn í öflugan og skemmtilegan starfsmannahóp Hrafnagilsskóla vantar skólaliða og starfsmann í frístund næsta skólaár. Leitað er eftir starfsmanni sem: · Sýnir metnað í starfi. · Er fær og lipur í samskiptum. · Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. · Er lausnamiðaður. Umsóknarfrestur er til 11. júní 2021 en ráðið er frá 15. ágúst 2021. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209 eða með netpósti á netföngin, hrund@krummi.is og bjork@krummi.is.
31.05.2021
Fréttir

Kattahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 9. og 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir m.a.: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.” Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Nauðsynlegt er að halda fjölgun katta í hófi. Vanti kattagildru eða aðstoð við fækkun katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615. Sveitarstjóri.
28.05.2021
Fréttir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi eystra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Eystra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Þetta þýðir að aðeins Austurland, Vestur Skaftafellssýsla og Vestmannaeyjar eru ekki á óvissu- eða hættustigi vegna gróðurelda. Í dag var slökkvilið Akureyrar kallað út vegna sinubruna við Lundeyri í norðanverðu Holtahverfi. Mikinn reyk lagði yfir nágrennið. Í gær varð einnig sinubruni á Ólafsfirði, sem er í fyrsta skipti í langan tíma á því svæði. Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á svæðinu, ekki síst þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál. Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings. Hér á heimasíðunni má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum, einnig eru góðar upplýsingar á https://www.grodureldar.is/
27.05.2021
Fréttir

Hrafnagilsskóli stendur fyrir alþjóðlegum menntabúðum

Hrafnagilsskóli stendur fyrir alþjóðlegum þriggja daga fjarmenntabúðum ásamt grunnskólum frá Þýskalandi og Finnlandi og háskóla í Eistlandi. Menntabúðirnar eru liður í Erasmusverkefni sem Hrafnagilsskóli hefur verið aðili að síðastliðin þrjú ár. Markmið verkefnisins er að finna leiðir til að uppfylla markmið náms með hjálp tækni og er heiti verkefnisins ,,Making Technology Meaningful Through Digital Pedagogy”. Alls hafa þátttakendur frá 9 þjóðum skráð sig til leiks og er það afar ánægjulegt. Verkefnastjóri Erasmusverkefnisins fyrir hönd Hrafnagilsskóla er Hans Rúnar Snorrason.
27.05.2021
Fréttir

Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Innritun fyrir næsta skólaár stendur nú yfir í TE (Tónlistarskóla Eyjafjarðar) og fer hún fram rafrænt. Umsóknarfrestur er til 1. júní en gott að skrá nemendur sem allra, allra fyrst. Tengill á síðuna er: http://tonlist.krummi.is/?page_id=835 Í Tónlistarskóla Eyjafjarðar er hægt að læra á næstum öll hljóðfæri; píanó, orgel, harmoniku, gítar og ukulele, bassa, selló, kontrabassa, fiðlu og lágfiðlu, þverflautu og blokkflautu, saxafón, klarinett, trompet, og básúnu, slagverk/trommur og söng. Kennt er bæði eftir klassískum og rythmískum námskrám og áhugasviði nemenda. Einnig er boðið upp á kennslu eftir Suzuki aðferð á fiðlu og selló. Þriðjudaginn 18. maí, fóru kennarar úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar í alla samstarfsgrunnskólana með hljóðfærakynningar; Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla, Valsárskóla og Grenivíkurskóla. Kynnt voru hin ýmsu hljóðfæri sem vonandi kveikti forvitni nemenda.
26.05.2021
Fréttir