Fréttayfirlit

Tónlistarskóli Eyjafjarðar auglýsir 50% stöðu aðstoðarskólastjóra

Við skólann eru u.þ.b. 150 nemendur, auk forskólanemenda í leik- og grunnskólum, í þremur útibúum á Hrafnagili, Þelamörk og Grenivík. Í dag starfa 19 kennarar og stöðugildi við skólann u.þ.b. 9. Skólinn starfar í nánum tengslum við grunnskólana á hverjum stað og flestum nemendum er kennt á skólatíma. Starfsvið aðstoðarskólastjóra snýr fyrst og fremst að innra starfi skólans, stundaskrár nemenda og kennara, m.a. frágangur og aðstoð við námsmat. Utanumhald og teymisvinna varðandi skólanámskrár, fjölbreytta kennsluhætti, áætlanagerð og heimasíðu. Náið samstarf við skólastjóra um starfsþróun og framtíðarsýn. Skólinn er samlag þriggja sveitarfélaga og gott að viðkomandi hafi innsýn í verkferla og starfsemi sveitarfélaga. Viðkomandi hafi góða og fjölbreytta hljóðfærakunnáttu, gæti kennt fræðigreinar og hafi reynslu af stjórnun tónlistarskóla. Kjör samkv. kjarasamningum FT eða FÍH við Samband íslenskra sveitarfélaga. Frekari fyrirspurnir, upplýsingar og umsóknir berist skólastjóra á netfangið te@krummi.is. Skólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsóknarfrestur til og með 21. maí.
14.05.2020
Fréttir

Sumarstörf grunn- og framhaldsskólanema

Sumarstörf framhaldsskólanema 18 ára og eldri Velferðarráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin munu í sumar standa fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Eyjafjarðarsveit tekur þátt í verkefninu og hefur fengið úthlutað 8 störfum. Sveitarfélagið býður námsmönnum, sem eru í námi nú á vorönn og munu halda áfram námi í haust, sumarstörf við ýmis verkefni. Námsmenn verða að hafa lögheimili í Eyjafjarðarsveit til þess að geta sótt um starf. Námsmenn verða að vera á milli missera eða skólastiga, þ.e.a.s. að vera að koma úr námi og á leiðinni í nám í haust. Skila þarf inn skriflegri staðfestingu þess efnis. Umsóknarfrestur um öll störf er til og með 25. maí nk. og skal umsóknum skilað á rafrænu formi gegnum vef sveitarfélagsins www.esveit.is Vinnuskólinn Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2003, 2004, 2005 og 2006 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri, frá og með mánudeginum 8. júní. Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 25. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala og launareikningur umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.  
13.05.2020
Fréttir

Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar

Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar fór fram í gærkvöldi þar sem farið var yfir starf liðins árs og það sem fram undan er. Kom fram á fundinum að mikil ánægja er með störf stjórnar og þá samstöðu og kraft sem ríkir hjá ferðaþjónustuaðilum í sveitarfélaginu.
07.05.2020
Fréttir

Fundarboð 549. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

549. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 7. maí 2020 og hefst kl. 15:00
05.05.2020
Fréttir

Stóri plokkdagurinn

Fjölmargir íbúar Eyjafjarðarsveitar tóku til hendinn við að tína rusl og hreinsa til í kringum sig á stóra plokkdeginum sem jafnframt var dagur umhverfisins. Margar hendur vinna létt verk. Umhverfisnefnd þakkar öllum þeim sem lögðu þessu mikilvæga málefni lið.
05.05.2020
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Þá er safnið opið að nýju fyrir almenning en þó aðeins á þriðju-, miðviku- og fimmtudögum frá kl. 16:00-19:00. Að sjálfsögðu ber að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mögulegar eru, t.d. handþvott og sprittun áður en komið er inn á safnið og áður en farið er út aftur. Einnig höldum við í heiðri tveggja metra regluna. Þær bækur sem koma inn eru sótthreinsaðar eins og kostur er og fara ekki í útlán strax. Síðasti opnunardagur á þessum vetri er fimmtudagurinn 28. maí.
05.05.2020
Fréttir