Við skólann eru u.þ.b. 150 nemendur, auk forskólanemenda í leik- og
grunnskólum, í þremur útibúum á Hrafnagili, Þelamörk og Grenivík.
Í dag starfa 19 kennarar og stöðugildi við skólann u.þ.b. 9.
Skólinn starfar í nánum tengslum við grunnskólana á hverjum stað og flestum nemendum er kennt á skólatíma.
Starfsvið aðstoðarskólastjóra snýr fyrst og fremst að innra starfi skólans, stundaskrár nemenda og kennara, m.a. frágangur og aðstoð við námsmat. Utanumhald og teymisvinna varðandi skólanámskrár, fjölbreytta kennsluhætti, áætlanagerð og heimasíðu.
Náið samstarf við skólastjóra um starfsþróun og framtíðarsýn.
Skólinn er samlag þriggja sveitarfélaga og gott að viðkomandi hafi innsýn í verkferla og starfsemi sveitarfélaga.
Viðkomandi hafi góða og fjölbreytta hljóðfærakunnáttu, gæti kennt fræðigreinar og hafi reynslu af stjórnun tónlistarskóla.
Kjör samkv. kjarasamningum FT eða FÍH við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Frekari fyrirspurnir, upplýsingar og umsóknir berist skólastjóra á netfangið te@krummi.is.
Skólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Umsóknarfrestur til og með 21. maí.