Sumarstörf grunn- og framhaldsskólanema

Fréttir

Sumarstörf framhaldsskólanema 18 ára og eldri
Velferðarráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin munu í sumar standa fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Eyjafjarðarsveit tekur þátt í verkefninu og hefur fengið úthlutað 8 störfum. Sveitarfélagið býður námsmönnum, sem eru í námi nú á vorönn og munu halda áfram námi í haust, sumarstörf við ýmis verkefni.
Námsmenn verða að hafa lögheimili í Eyjafjarðarsveit til þess að geta sótt um starf.
Námsmenn verða að vera á milli missera eða skólastiga, þ.e.a.s. að vera að koma úr námi og á leiðinni í nám í haust. Skila þarf inn skriflegri staðfestingu þess efnis.
Umsóknarfrestur um öll störf er til og með 25. maí nk. og skal umsóknum skilað á rafrænu formi gegnum vef sveitarfélagsins www.esveit.is

Vinnuskólinn

Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2003, 2004, 2005 og 2006 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri, frá og með mánudeginum 8. júní.
Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 25. maí á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is.
Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala og launareikningur umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.