Fréttayfirlit

Hjálparsveitin Dalbjörg - Rafhlöður fyrir reykskynjara og sala á Neyðarkallinum

Vegna aðstæðna í samfélaginu og ákvörðunar stjórnvalda um hertar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir hefur verið tekin ákvörðun um að fresta sölu á Neyðarkallinum, sem vera átti dagana 4. – 8. nóvember. Salan mun þess í stað fara fram dagana 3. – 7. febrúar 2021. Á næstu dögum munum við dreifa rafhlöðum fyrir reykskynjara. Við munum setja 2 stykki í hvern póstkassa í sveitinni. Ef fólk óskar eftir fleiri rafhlöðum má hafa samband við Gyðu í síma 867-5303 eða senda póst á dalbjorg@dalbjorg.is
03.11.2020
Fréttir

Bókasafnið lokað en heimsending í boði

Sökum hertra aðgerða vegna COVID 19 verður bókasafnið lokað fyrir heimsóknum þar til sóttvarnarreglur verða rýmkaðar. Þó er hægt að hafa samband við safnið ef fólk vantar eitthvað að lesa og við finnum eitthvað sem hentar. Bókunum verður síðan komið í póstkassa hjá viðkomandi.
03.11.2020
Fréttir

Tilkynning frá Krummakoti - opnar klukkan 11:00 á mánudagsmorgun

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Krummakoti Eins og staðan er núna þá hafa ekki borist neinar upplýsingar frá ráðuneytinu sem að við biðum eftir til að bregðast við aðstæðum. En það liggur fyrir að skipta þarf skólanum upp í tvö sóttvarnarhólf og því þurfum við tíma til að bregðast við því.
01.11.2020
Fréttir

Starfsdagur í Hrafnagilsskóla á morgun, mánudaginn 2.nóvember

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður starfsdagur í Hrafnagilsskóla á morgun, mánudaginn 2.nóvember. Tilkynning þess efnis var send foreldrum í kjölfar blaðamannafundar ríkisstjórnar á föstudag.
01.11.2020
Fréttir