Hjálparsveitin Dalbjörg - Rafhlöður fyrir reykskynjara og sala á Neyðarkallinum
Vegna aðstæðna í samfélaginu og ákvörðunar stjórnvalda um hertar sóttvarnareglur og samkomutakmarkanir hefur verið tekin ákvörðun um að fresta sölu á Neyðarkallinum, sem vera átti dagana 4. – 8. nóvember. Salan mun þess í stað fara fram dagana 3. – 7. febrúar 2021.
Á næstu dögum munum við dreifa rafhlöðum fyrir reykskynjara. Við munum setja 2 stykki í hvern póstkassa í sveitinni.
Ef fólk óskar eftir fleiri rafhlöðum má hafa samband við Gyðu í síma 867-5303 eða senda póst á dalbjorg@dalbjorg.is
03.11.2020
Fréttir