Foreldrafélög Hrafnagilsskóla, Krummakots og Ungmennafélagið Samherjar boðuðu til fundar um málefni barna í Eyjafjarðarsveit. Fundurinn var haldinn í Laugarborg 14. mars síðastliðinn og mættu 52 íbúar. Miklar umræður sköpuðust og var almennt góður andi yfir fundinum.
Helstu niðurstöður voru þær að mikil ánægja er með samstarf milli Ungmennafélagsins, leik-, grunn- og tónlistarskóla. Margir kostir felast í litlum skólum og samfélagi. Persónuleg tengsl eru meiri og þjónustustigið hátt. Eitt af því sem var nefnt að betur mætti fara er að fundir með foreldrum og starfsfólki væru fleiri og betur sóttir.