Laugardaginn næsta, 16. september, verður hinn árlegi pönnuköku- og markaðsdagur á safninu milli kl. 13:00 og 17:00. Er þetta jafnframt síðasti opnunardagur hjá okkur þetta sumarið.
Leiðsögn verður um Saurbæjarkirkju milli kl. 14:00 og 17:00.
Ýmsir aðilar verða með vörur sínar til sölu t.d. grænmeti, kex, sultur, kort, dagatöl, smá dót og fl. Ath. það er ekki posi á markaðnum.
Að sjálfsögðu verðum við með ljúffengar pönnukökur í ýmsum útgáfum og heitt á könnunni á Kaffistofunni.
Verið hjartanlega velkomin. Stúlkurnar á Smámunasafninu.