Fréttayfirlit

Kjörskrá vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013

Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 til kjördags, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er frá kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 10. apríl 2013
10.04.2013

Handverkshátíð 2013 - Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl n.k.

Handverksfólki og hönnuðum gefst kostur á að sækja um sölubás á Handverskhátið 2013. Nú þegar hefur fjöldi umsókna borist. Umsóknarfrestur rennur út 15. apríl n.k. Vinsamlega fyllið út umsóknareyðublað hátíðarinnar sem er að finna á heimasíðu hennar og/eða hér neðar í auglýsingunni.
09.04.2013

Hvert er einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar?

Á fundi sveitarstjórnar 27. mars s.l. var samþykkt tillaga skipulagsnefndar um að gera skoðanakönnun til að kanna hug íbúa Eyjafjarðarsveitar um hvert sé einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar. Spurningin vaknaði því Bókaútgáfan Tindur vinnur um þessar mundir að bók sem heitir Íslensk bæjarfjöll. Það er því ósk okkar að hvert heimili komi sér saman og sendi sína tilnefningu um einkennisfjall Eyjafjarðarsveitar.
08.04.2013

Lóðir á tilboðsverði

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að fella niður gatnagerðargjald af lóðum við Bakkatröð í Hrafnagilshverfi tímabundið. Þess í stað er óskað eftir tilboðum í byggingarrétt á lóðunum.
06.04.2013

Líflegt í skipulagsnefnd

Umræður í skipulagsnefnd eru oft líflegar en mikill tími fer í að fjalla um efnistökumál um þessar mundir. Eftirfarandi limra varð til á fundi skipulagsnefndar í gær.
05.04.2013

Niðurgreiðsla íþrótta- og tómstundaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum / forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 til 17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar. Meginmarkmið er að öllum börnum og ungmennum í Eyjafjarðarsveit verði auðveldað að stunda þær íþróttir/tómstundir sem þau hafa ekki tök á að stunda í sveitarfélaginu. Niðurgreiðslan eykur valfrelsi barna og ungmenna og stuðlar að jöfnuði.
02.04.2013