Niðurgreiðsla íþrótta- og tómstundaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum / forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 til 17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar.

Meginmarkmið er að öllum börnum og ungmennum í Eyjafjarðarsveit verði auðveldað að stunda þær íþróttir/tómstundir sem þau hafa ekki tök á að stunda í sveitarfélaginu.  Niðurgreiðslan eykur valfrelsi barna og ungmenna og stuðlar að jöfnuði.


 Skilyrði fyrir veitingu niðurgreiðslu
• Að styrkþegi hafi lögheimili í Eyjafjarðarsveit.
• Að styrkþegi sé á aldrinum 6 til 17 ára á árinu.
• Að um skipulagt starf/þjálfun sé að ræða í a.m.k. 10 vikur.
• Að ekki sé hægt að stunda viðkomandi íþróttir/tómstundir í sveitarfélaginu.
• Að greiðslukvittun fylgi umsókn vegna niðurgreiðslu sem skila þarf á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. 


Reglur um notkun niðurgreiðslu
1. Til að unnt sé að nýta niðurgreiðsluna þarf að vera um að ræða skipulagt íþrótta- eða tómstundastarf sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda og nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur.
2. Niðurgreiðsluna er ekki hægt að nýta til kaupa á þriggja til tólf mánaða kortum í líkamsræktarstöðvum.
3. Niðurgreiðsluna er ekki heimilt að færa milli ára.  Niðurgreiðslan fellur niður sé ekki um hana sótt á því almanaksári sem iðkunin fer fram.
4. Hvert barn getur fengið niðurgreiðslu vegna tveggja íþróttagreina/tómstunda, en framlagið getur þó aldrei orðið hærra en 10.000 kr..
5. Niðurgreiðslan getur aldrei orðið hærri en þátttökugjald viðkomandi.
6. Umsóknareyðublöð skulu liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðar og vera aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
7. Styrkumsækjandi skal skila inn umsóknareyðublaði ásamt greiðslukvittun til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri. Á greiðslukvittun komi eftirfarandi fram: Nafn og kennitala félags, dagsetning greiðslu, fyrir hvað er verið að greiða, æfingatímabil, nafn og kennitala iðkenda.

Reglur þessar gilda frá og með 1. janúar 2013.