Líflegt í skipulagsnefnd

Umræður í skipulagsnefnd eru oft líflegar en mikill tími fer í að fjalla um efnistökumál um þessar mundir.
Eftirfarandi limra varð til á fundi skipulagsnefndar í gær.

Efnistaka

Það létum í veðrinu vaka

að vel skyldi á málinu taka

og mæltum í hring

malar-um-bing

og útkoman efnis-var-staka.

Höfundur Sigurður Eiríksson