Páskabingó Umf.Samherja
Hið árlega páskabingó Umf. Samherja verður haldið þriðjudaginn 18. mars kl. 20.30 í Laugarborg. Bingóspjald kostar
500.- og allur ágóði rennur til ungmennafélagsins. Ekki verður tekið við greiðslukortum. Að vanda eru glæsilegir vinningar
í boði og að sjálfsögðu verður kaffisala í hléi. Takið endilega þennan dag frá og mætið á þetta skemmtilega
páskabingó.
11.03.2008