Fréttayfirlit

Jörundur í Freyvangi

Freyvangsleikhúsið tekur í febrúar næstkomandi til sýninga söng– og gleðileikinn "Þið munið hann Jörund" eftir Jónas Árnason.
04.02.2008

MYRKIR MÚSÍKDAGAR Í LAUGARBORG

3. – 10. febrúar 2008 fara Myrkir músíkdagar fram í fjórða sinn í Laugarborg.
Að þessu sinni fara fram fernir tónleikar innan Myrkra músíkdaga:

3. febrúar kl. 14.00 flytja Margrét Bóasdóttir, sópran og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari ljóðasöngva eftir Jón Hlöðver Áskelsson
5. febrúar kl. 20.30 leikur Camilla Söderberg á blokkflautur verk eftir sjálfa sig og Kjartan Ólfasson. Verkin innihalda einnig raftónlist.
7. febrúar kl. 20.30 leika Sigurður Halldórsson, selló Daníel Þosteinsson, píanó og Marta Hrafnsdóttir, alt. Frumflutt verður m.a. tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson
10. febrúar kl. 15.00 koma fram Gerður Bolladóttir, sópran, Sophie Shoonans, harpa og Pamela de Senzi, þverflauta. Flytja þær dagskrá af ljóðatónlist, aðallega Almanaksljóð við texta Bolla Gústafssonar.

Nánar um dagskrána á www.listir.is/myrkir
01.02.2008

Um efnistöku.

Ásókn í að taka efni úr Eyjafjarðará, eyrum þveráa hennar og úr óshólmasvæði Eyjafjarðarár hefur stóraukist að undanförnu. Búast má við að þessi ásókn eigi enn eftir að aukast ekki síst vegna þess að námum hefur víða verið lokað í nágrannasveitarfélögunum eins og t. d. á Akureyri og stórar verklegar framkvæmdir, sem krefjast mikils efnis til fyllingar eru framundan. Stærsta einstaka framkvæmdin er væntanlega lenging Akureyrarflugvallar, en áætlað er að hún þarfnist ca. 120 – 130 þús. rúmm. af fyllingarefni. Fyrirhugað mun að bjóða þessa framkvæmd út innan tíðar.
01.02.2008