Ásókn í að taka efni úr Eyjafjarðará, eyrum þveráa hennar og úr óshólmasvæði
Eyjafjarðarár hefur stóraukist að undanförnu. Búast má við að þessi ásókn eigi enn eftir að aukast ekki síst vegna
þess að námum hefur víða verið lokað í nágrannasveitarfélögunum eins og t. d. á Akureyri og stórar verklegar
framkvæmdir, sem krefjast mikils efnis til fyllingar eru framundan. Stærsta einstaka framkvæmdin er væntanlega lenging Akureyrarflugvallar, en áætlað er
að hún þarfnist ca. 120 – 130 þús. rúmm. af fyllingarefni. Fyrirhugað mun að bjóða þessa framkvæmd út innan
tíðar.