3. – 10. febrúar 2008 fara Myrkir músíkdagar fram í fjórða sinn í Laugarborg.
Að þessu sinni fara fram fernir tónleikar innan Myrkra músíkdaga:
3. febrúar kl. 14.00 flytja Margrét Bóasdóttir, sópran og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari ljóðasöngva eftir Jón Hlöðver Áskelsson
5. febrúar kl. 20.30 leikur Camilla Söderberg á blokkflautur verk eftir sjálfa sig og Kjartan Ólfasson. Verkin innihalda einnig raftónlist.
7. febrúar kl. 20.30 leika Sigurður Halldórsson, selló Daníel Þosteinsson, píanó og Marta Hrafnsdóttir, alt. Frumflutt verður m.a. tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson
10. febrúar kl. 15.00 koma fram Gerður Bolladóttir, sópran, Sophie Shoonans, harpa og Pamela de Senzi, þverflauta. Flytja þær dagskrá af ljóðatónlist, aðallega Almanaksljóð við texta Bolla Gústafssonar.
Nánar um dagskrána á www.listir.is/myrkir
Að þessu sinni fara fram fernir tónleikar innan Myrkra músíkdaga:
3. febrúar kl. 14.00 flytja Margrét Bóasdóttir, sópran og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari ljóðasöngva eftir Jón Hlöðver Áskelsson
5. febrúar kl. 20.30 leikur Camilla Söderberg á blokkflautur verk eftir sjálfa sig og Kjartan Ólfasson. Verkin innihalda einnig raftónlist.
7. febrúar kl. 20.30 leika Sigurður Halldórsson, selló Daníel Þosteinsson, píanó og Marta Hrafnsdóttir, alt. Frumflutt verður m.a. tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson
10. febrúar kl. 15.00 koma fram Gerður Bolladóttir, sópran, Sophie Shoonans, harpa og Pamela de Senzi, þverflauta. Flytja þær dagskrá af ljóðatónlist, aðallega Almanaksljóð við texta Bolla Gústafssonar.
Nánar um dagskrána á www.listir.is/myrkir
Myrkir músíkdagar voru fyrst haldnir í Reykjavík árið 1980 undir forystu tónskáldanna Atla Heimis Sveinssonar og
Þorkels Sigurbjörnssonar. Þeir standa báðir á sjötugu á þessu ári og hafa á sínum ferli gengið í gegnum fleiri
tímabil listasögunnar en flestir þeirra samtímamenn og eru því á meðal fremstu listamanna þessarar þjóðar í dag.
Myrkir músíkdagar eru vettvangur fyrir þá margbreytilegu þróun í tónlist sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Fjölbreyttni hefur aukist á hverri hátíð ásamt því að kynslóðum hefur fjölgað á meðal tónlistarmanna sem þar koma fram.
Í ár eru það fimm kynslóðir tónskálda og tónlistarmanna sem taka þátt í Myrkum músíkdögum. Aldrei áður hefur fjölbreyttni verka verið meiri, aldrei áður hafa fleiri flytjendur komið að hátíðinni og aldrei áður hafa fleiri verk verið á dagskrá.
Sú margbreytilega gróska sem er einkennandi í okkar menningarlífi í dag endurspeglast í dagskrá Myrkra músíkdaga. Vaxandi áhugi erlendra listamanna eykst jafnt og þétt ásamt því að sífellt fleiri fjölmiðlar erlendis sjá ástæðu til að fjalla um hátíðina á sínum vettvangi.
Á hátíðinni í ár koma fram fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar og að venju er boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistarviðburða. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Caput. Blásarasveit Reykjavíkur, Njúton, Adapter eru meðal þeirra hópa sem koma fram á tónleikum á hátíðinni ásamt fjölda frábærra einleikara.
Það er von okkar að Myrkir músíkdagar 2008 verði áfram sá vettvangur spennandi tónlistarviðburða sem á undanförnum árum hefur laðað til sín sífellt fleiri áheyrendur.
F.H. Tónskáldafélags Íslands, Kjartan Ólafsson, formaður
Myrkir músíkdagar eru vettvangur fyrir þá margbreytilegu þróun í tónlist sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Fjölbreyttni hefur aukist á hverri hátíð ásamt því að kynslóðum hefur fjölgað á meðal tónlistarmanna sem þar koma fram.
Í ár eru það fimm kynslóðir tónskálda og tónlistarmanna sem taka þátt í Myrkum músíkdögum. Aldrei áður hefur fjölbreyttni verka verið meiri, aldrei áður hafa fleiri flytjendur komið að hátíðinni og aldrei áður hafa fleiri verk verið á dagskrá.
Sú margbreytilega gróska sem er einkennandi í okkar menningarlífi í dag endurspeglast í dagskrá Myrkra músíkdaga. Vaxandi áhugi erlendra listamanna eykst jafnt og þétt ásamt því að sífellt fleiri fjölmiðlar erlendis sjá ástæðu til að fjalla um hátíðina á sínum vettvangi.
Á hátíðinni í ár koma fram fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar og að venju er boðið upp á fjölbreytta dagskrá tónlistarviðburða. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Caput. Blásarasveit Reykjavíkur, Njúton, Adapter eru meðal þeirra hópa sem koma fram á tónleikum á hátíðinni ásamt fjölda frábærra einleikara.
Það er von okkar að Myrkir músíkdagar 2008 verði áfram sá vettvangur spennandi tónlistarviðburða sem á undanförnum árum hefur laðað til sín sífellt fleiri áheyrendur.
F.H. Tónskáldafélags Íslands, Kjartan Ólafsson, formaður