Ferðaþjónusta á Leifsstöðum 2, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. nóvember sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu á Leifsstöðum 2 í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagstillögunni felst að verslunar og þjónustusvæði VÞ4 er stækkað úr 0,7 ha í 7,7 ha, íþróttasvæði ÍÞ2 fellt út og frístundasvæði F3b fært inn í skipulag. Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, 1500 fm viðbyggingar við hótel, þriggja frístundahúsa, tíu gistihýsa, starfsmannahúss og aðstöðuhúss. Auk þess er gert ráð fyrir tjaldsvæði, götum milli húsa og landmótun á svæðinu.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 8. desember og 22. desember 2021 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Meðan á kynningu stendur gefst almenningi kostur á að koma ábendingum vegna skipulagstillögunnar á framfæri við skipulags- og byggingar fulltrúa sveitarfélagsins.
Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, mánudaginn 13. desember milli kl. 12:00 og 15:00. Opið hús fer fram í samræmi við gr. 4.6.1. og 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar um skipulagstillöguna og taka við ábendingum.

 

Deiliskipulag - tillaga

Deiliskipulag - tillaga

Tillaga að deiliskipulagi og umhverfisskýrslu

Aðalskipulag - breyting

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi