Ertu með hugmynd að verkefni og vantar aðstoð?

Fréttir

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 4. október og af því tilefni verða ráðgjafar frá SSNE, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, á ferð um landshlutann vikuna 4. - 7. október til að veita persónulega ráðgjöf um næstu skref. Skráning fer fram hér en ráðgjöfin er ykkur að kostnaðarlausu.

Hér fyrir neðan má sjá tímaáætlun ráðgjafa SSNE en fyrir utan þessa auglýstu tíma er auðsótt að leita til starfsfólks SSNE
með því að senda tölvupóst á ssne@ssne.is.
Starfsstöðvar og opnunartíma SSNE má finna hér.

Allar upplýsingar um sjóðinn og ferlið má finna á heimasíðu SSNE en

Uppbyggingarsjóður Norðurlands veitir styrki í eftirfarandi flokkum fyrir árið 2022:

· Verkefnastyrkir á sviði menningar
· Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar
· Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar

Í takt við sóknaráætlun landshlutans verður lögð sérstök áhersla á verkefni sem snúa að umhverfismálum.
Sjóðurinn er samkeppnissjóður og opnar fyrir umsóknir mánudaginn 4. október 2021 og lokar fyrir umsóknir miðvikudaginn 10. nóvember 2021 kl. 13:00.