Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur, Eyjafjarðarsveit - kynning aðal- og deiliskipulagstillögu vegna hótelbyggingar

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 11. maí 2023 að vísa drögum að aðal- og deiliskipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna breytingar á deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár, í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að verslunar- og þjónustusvæði VÞ22 er stækkað til suðurs og nær yfir hluta sem í núverandi aðalskipulagi eru skilgreind sem íbúðarsvæði og skógræktar- og landgræðslusvæði. Breytingin miðar að því að innan svæðis VÞ22 verði heimilt að reisa hótel. Breyting á deiliskipulaginu felur í sér að skipulagssvæðið stækkar úr 2,6 ha í 5,3 ha, þannig að það nær yfir fyrirhugað hótel og aðkomusvæði. Á hótellóðinni verði heimilt að reisa allt að 5 hæða hótel með allt að 120 herbergjum, auk bílgeymslu og þjónusturýmis. Innan lóðar hótels er gert ráð fyrir bílastæðum og aðkomusvæði vestan og sunnan byggingarreits auk þess sem gert er ráð fyrir laug sem nær frá núverandi laug Skógarbaða að hóteli.

Skipulagsverkefnið tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í 12.04 viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og fylgja skipulagstillögunum umhverfisskýrsla.

Opinn kynningarfundur vegna verkefnisins fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 þriðjudaginn 27. júní 2023. Þar munu fulltrúar sveitarstjórnar og aðstandenda verkefnisins kynna skipulagstillögurnar og svara fyrirspurnum um málið frá fundargestum.

Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 21. júní og 19. júlí 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is. Meðan á kynningartímabilinu stendur gefst almenningi kostur á að koma ábendingum eða athugasemdum vegna skipulagstillögunnar á framfæri við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Hægt er að gera athugsemdir við skipulagstillögurnar til miðvikudagsins 19. júlí 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Ask-Ey-18-30_Breyting_Ytri-Varðgjá-VÞ22_2023-05-02
Ytri-Vardgja-dsk-br-2023-05-02_Skipulagsuppdr-A1-2000
Ytri-Vardgja-dsk-br-2023-05-02_Skyringaruppdr-A1

Skipulagsfulltrúi.