Víga-Glúmur verður haldinn í fyrsta sinn næstkomandi laugardag. Ætlunin er að fá sveitunga til að koma saman og hafa
gaman. Nafn hátíðarinnar kemur frá sögu Víga-Glúms sem var uppi á 10. öld. Saga Víga-Glúms gerðist í
Eyjafjarðarsveit og ætti að vera á náttborði hvers einasta íbúa Eyjafjarðarsveitar. Stefna verður tekin á að finna hvaða
leikir voru við lýði á tíma Víga-Glúms og leika þá eftir á komandi árum.
Dagskrá fyrir laugardaginn er nær fullgerð og verður mikið um að vera fyrir börn og fullorðna.
Hér að neðan verður stiklað á stóru, skýringar við einstaka liði munu birtast hér á heimasíðu
sveitarinnar á næstu dögum. Hvetjum við alla til þátttöku í deginum.
13:00-16:00
Barnaleikir
Hoppukastali
Grill fyrir börnin í boði
B.Hreiðarsson
Kaffisopi í boði
kvenfélaganna
13:00 Heyrúlluhleðsla
13:45 Mjólkurreið
14:30 Þrautaganga
15:00 Bakkatog
15:30 Brunaslöngubolti
17:00-19:00 Diskósund (frítt í sund)
17:00-21:00 Hlé vegna mjalta
21:00-23:30 Varðeldur
(álfar velkomnir)