Á 303. fundi stjórnar Norðurorku hf. 22. október 2024 var afgreidd fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025. Í undirbúningi fjárhagsáætlunar voru forsendur verðbreytinga skilgreindar. Í þeirri vinnu var horft til fjölmargra þátta svo sem verðlagsþróunar, spár um verðlagsþróun, rekstrarkostnað, viðhaldsþarfa en ekki síst til uppbyggingarþarfa í einstökum veitum fyrirtækisins. Samhliða gerð fjárhagsáætlunar var einnig unnin áætlun um nýfjárfestingar og meiriháttar viðhaldsverkefni til ársins 2030. Við ákvörðun um breytingar á verðskrá var m.a. stuðst við svokallaða vísitölu Norðurorku og í öðru lagi var horft til framkvæmda og fjárfestinga.
Grunnur til útreikninga á breytingu á verðskrám komandi árs er reiknaður þannig að annars vegar er ársreikningur liðins árs brotinn niður og vægi rekstrarkostnaðar tengdur vísitölum. Með þessu sjást áhrif vísitölubreytinga á rekstrarkostnað Norðurorku. Hins vegar er horft til verðbólguspár Seðlabanka Íslands fyrir komandi ár. Þessar vísitölur eru vegnar saman til helminga og gefa þannig vísitölu Norðurorku sem myndar grunn fjárhagsáætlunar næsta árs.
Vísitala Norðurorku liðna 12 mánuði er nú reiknuð 6,1% og verðbólguspá Seðlabankans fyrir 2025 er 4,2%. Þessar tölur, vegnar saman til helminga eru 5,2% sem myndar grunn fjárhagsáætlunar 2025.
Stjórn Norðurorku hf. samþykkt á 303. fundi að hækka verðskrá vatnsveitu um 5,2%.
Meðfylgjandi er verðskrá vatnsveitu sem gildir frá 1. janúar 2025.
- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Skjöl og útgefið efni
- Fundargerðir
- Fjárhagsáætlun
- Ársreikningar
- Gjaldskrár
- Samþykktir
- Ábendingar
- Umsóknir
- • Íþrótta- og tómstundastyrkur
- • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
- • Keppnis- og æfingaferðir
- • Heimaþjónusta
- • Skóladvöl utan sveitarfélags
- • Leikskóladvöl utan sveitarfélags
- • Starfsumsókn
- • Leyfi til hunda- og kattahalds
- • Umsókn um leiguhúsnæði
- • Félagslegt leiguhúsnæði
- • Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um akstursþjónustu
- • Umsókn um styrk til menningarmála
- • Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel/dýraathvarf í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um styrk vegna varmadælu
- Annað útgefið efni
- Eyjafjarðarsveit
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónusta
- Mannlíf