Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í uppbyggingu á 2. hæð Hrafnagilsskóla. Um er að ræða uppsetningu burðarvirkis úr CLT einingum, frágangi að utan og fullnaðarfrágangi að innan auk frágangs við núverandi skólabyggingu Hrafnagilsskóla. Grunn flatarmál þessarar viðbyggingar við skólann er um 900 m2 og mun hýsa ný rými fyrir skóla- og íþróttamiðstöð sveitarfélagsins.
Helstu magntölur í verkinu eru:
CLT einingar í veggi um 500 m2
Lett Tak þakeiningar um 930 m2
Steyptir veggir og plötur um 180 m3
Stálbitar og súlur um 3.750 kg
Vatnslagnir (H+K) um 900 m
Frárennslislagnir um 200 m
Streng- og netstigar um 200 m
Pípur rafkerfa um 1.500 m
Dósir rafkerfa um 350 stk
Strengir rafkerfa um 2.200 m
Rofar og tenglar um 200 stk
Lampar um 150 stk
Cat strengir um 1.800 m
Gifsveggir um 400 m2
Álklæðning um 350 m2
Loftræsisamstæða 1 stk
Loftstokkar um 300 m
Upphaf framkvæmdatíma er 1.4.2025 eða fyrr og verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30.04.2026.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með föstudeginum 25.10.2024.
Beiðni um afhendingu gagna skal send í tölvupósti á netfangið rab@verkis.is. Útboðsgögn verða afhent að gefnum upplýsingum um nafn, heimili, símanúmer og netfang bjóðanda.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Verkís, Austursíðu 2, 603 Akureyri þann 3. desember 2024 klukkan 13.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.