ÚTBOÐ HJÓLREIÐA- OG GÖNGUSTÍGUR, EYJAFJARÐARSVEIT

ÚTBOÐ

HJÓLREIÐA- OG GÖNGUSTÍGUR,

EYJAFJARÐARSVEIT

1.  ÁFANGI

 

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í verkið Hjólreiða- og göngustígur í Eyjafjarðarsveit.  Verkið felur í sér lagningu 7.200 metra hjólreiða- og göngustíg,  frá bæjarmörkum Akureyrar að Hrafnagili,  ásamt lengingu stálröraræsa, endurnýjun og gerð nýrra ræsa undir stíg og lagfæringar á girðingum.  

 

Nokkrar magntölur:

- Gröftur:               7.000 m³

- Efra burðarlag:    10.700 m³

- Neðra burðarlag: 12.700 m³

- Girðingar:              1.700 m

 

Verklok eru 1. desember 2017.

Útboðsgögn verða afhent með rafrænum hætti.  Þeir sem óska eftir útboðsgögnum sendi beiðni á tölvupóstfangið esveit@esveit.is ásamt nafni, heimilisfangi og síma.

Kynningarfundur fyrir verktaka verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 17. júlí 2017,  kl. 11:00

Tilboðum skal skila á Skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri fyrir kl.11:00,  31. Júlí  2017, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska.

 Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar