Uppbygging í Funaborg

Undanfarnar vikur hefur verið unnið í sal Funaborgar að uppbyggingu.  Þetta starf mun halda áfram næstu helgar.
Þar fara fram lagfæringar á suðurhluta Funaborgar þannig að til verði einangraður salur, um 100 m2 að stærð, sem hentar til stærra samkomuhalds og fyrir ýmsar veislur fyrir félög og einstaklinga í Eyjafjarðarsveit.
 
Þetta verður gert áfram alla laugardaga og sunnudaga í janúar og eitthvað fram í febrúar. Þeir sem vilja taka þátt í þessu verkefni mega gjarnan láta Jónas Vigfússon (s. 860-9090) eða Brynjar Skúlason (s.463-1551) vita til að auðvelda skipulagningu verksins.