Umsjónarmaður Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða umsjónarmann Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar. Starfið felst í almennri umsjón fasteigna sveitarfélagsins og umhverfis, eftirliti með ástandi eigna og gerð fjárhagsáætlana.

Umsjónarmaður eignasjóðs sinnir viðhaldsáætlanagerð, auk annarra verkefna, svo sem viðhaldi gatna, lagna og fleira sem til fellur og heyri undir verkefni eignasjóðs. Umsjónarmaður eignasjóðs sinnir einnig minniháttar framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélagsins. Umsjónarmaður leitar eftir tilboðum og semur við verktaka um stærri verk og hefur eftirlit með framkvæmd verkefna. Umsjónarmaður starfar með öðrum starfmönnum eignasjóðs og hefur samskipti við notendur fasteigna og forstöðumenn þeirra. Umsjónarmaður situr fundi framkvæmdaráðs. Næsti yfirmaður umsjónarmanns er sveitarstjóri. Skilyrði er að viðkomandi hafi bílpróf og geti unnið utan venjulegs dagvinnutíma í tilfallandi tilvikum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Umsækjandi skal vera húsasmiður eða með aðra menntun á sviði bygginga sem nýtist í starfi. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í starfi, heilsuhraustur, duglegur, skapgóður og tilbúinn að takast á við margvísleg verkefni. Við mat á umsóknum verður auk þess horft til reynslu umsækjanda af áætlanagerð og verkumsjón. Gert er ráð fyrir að umsækjandi búi yfir tölvu- og snjallsímakunnáttu.

Um laun fer samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknir um starfið, ásamt ferilskrá og tilvísun til tveggja meðmælenda skal senda á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfang skrifstofustjóra, stefan@esveit.is merkt „Eignasjóður 1706013“ í efnislínu (e. subject).

Umsóknir skulu hafa borist á skrifstofu eða í tölvupósti eigi síðar en 28. júní 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Árnason, skrifstofustjóri í síma 463 0600.