Truflanir á þjónustu í Eyjafjarðarsveit - bilun á borholudælu

Undanfarna viku hafa orðið nokkrar rekstrartruflanir á hitaveitunni í Eyjafjarðarsveit.  Fer þar saman að borholudæla að Botni gaf sig, með þeim afleiðingum að hífa þurfti hana upp úr holunni og gera við og á sama tíma var unnið að tengingum á nýrri stofnlögn suður Eyjafjörð við vinnslusvæðið á Botni. 
 
Þetta hefur leitt til rekstrartruflanna á svæðinu með tilheyrandi óþæginda fyrir notendur, jafnframt því að ekki hefur verið hægt að hafa sundlaugina á Hrafnagili opna.
 
Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka nauðsynlegum viðgerðum á morgun föstudaginn 26. nóvember þannig að rekstrartruflanir hætti og hægt verði að hleypa vatni á sundlaugina.
 
Við biðjum notendur í Eyjafjarðarsveit velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið og vonum að okkur takist að ljúka þessu fyrir helgi eins og að er stefnt.
 
Starfsfólk Norðurorku hf.