Tónlistarskóli Eyjafjarðar er 20 ára um þessar mundir og á þeim tímapunkti er eðlilegt að blása til tónleikaveislu. Vikuna 3. – 7. nóvember verðum við á faraldsfæti og höldum tónleika á hverjum degi.
Tónleikar verða í öllum þremur grunnskólunum sem skólinn starfar með þ.e.a.s. Grenivíkurskóla,
Þelamerkurskóla og Hrafnagilsskóla. Einnig verða tónleikar í leikskólunum Álfasteini, Krummafóti og Krummakoti. Í
Hrafnagilsskóla eru tónleikarnir kl 8:55 og 9:55 miðvikudaginn 5. nóv og á Krummakoti eru þeir kl. 9:00 fimmtudaginn 6. nóv.
Þriðjudaginn 2. nóv.verða tónleikar á Kristnesspítala kl.14:30 og fimmtudaginn 6. nóv. verða nýstárlegir tónleikar en þá munu heimiliskýrnar í Litla Dunhaga Arnarneshreppi hlýða á tónleika sem við köllum vinnustaðatónleika. Öllu mannfólki er velkomið að mæta og kaffiveitingar eru í boði. Þessir tónleikar hefjast kl. 12:15.
Afmælistónleikar í Laugarborg laugardaginn 8. nóvember.
Afmælistónleikar skólans verða í Laugarborg laugardaginn 8. nóvember kl: 14.00. Fram koma nemendur skólans, bæði gamlir og nýjir auk kennara.
Á efnisskránni má nefna m.a. kammerhóp skólans, um 40 nemenda gítarhljómsveit, harmónikkuhljómsveit sönghóp, einsöng, einleik, fiðluhóp, djasshljomsveit kennara ásamt Auðrúnu Aðalsteinsdóttur söngkonu, málmblásarasveit og einleik Vilhjálms Inga Sigurðarsonar trompetleikara.
Nú er tækifærið til að fara í sparifötin setja á sig varalitinn og gleðjast með okkur á þessum tímamótum.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Að loknum tónleikum sem eru u.þ.b. ein klst. er gestum boðið að þiggja veitingar í húsnæði skólans.
Heimasíða skólans er http://tonlist.krummi.is
Þriðjudaginn 2. nóv.verða tónleikar á Kristnesspítala kl.14:30 og fimmtudaginn 6. nóv. verða nýstárlegir tónleikar en þá munu heimiliskýrnar í Litla Dunhaga Arnarneshreppi hlýða á tónleika sem við köllum vinnustaðatónleika. Öllu mannfólki er velkomið að mæta og kaffiveitingar eru í boði. Þessir tónleikar hefjast kl. 12:15.
Afmælistónleikar í Laugarborg laugardaginn 8. nóvember.
Afmælistónleikar skólans verða í Laugarborg laugardaginn 8. nóvember kl: 14.00. Fram koma nemendur skólans, bæði gamlir og nýjir auk kennara.
Á efnisskránni má nefna m.a. kammerhóp skólans, um 40 nemenda gítarhljómsveit, harmónikkuhljómsveit sönghóp, einsöng, einleik, fiðluhóp, djasshljomsveit kennara ásamt Auðrúnu Aðalsteinsdóttur söngkonu, málmblásarasveit og einleik Vilhjálms Inga Sigurðarsonar trompetleikara.
Nú er tækifærið til að fara í sparifötin setja á sig varalitinn og gleðjast með okkur á þessum tímamótum.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Að loknum tónleikum sem eru u.þ.b. ein klst. er gestum boðið að þiggja veitingar í húsnæði skólans.
Heimasíða skólans er http://tonlist.krummi.is