Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Opnir tónleikar 17. des. 2024

Fréttir

Á morgun þriðjudaginn 17. des. verða opnir tónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Laugarborg kl. 18.00. Þetta eru jafnframt lokatónleikar á mikilli tónfunda/tónleika dagskrá á aðventunni. Á tónleikunum koma fram nemendur af öllum okkar starfsstöðum og á öllum aldri.
Við munum m.a. heyra sexhent píanó frá Grenivík, söngdúett frá Hrafnagili og harmonikku samspil þvert á stöðvar sem og aðra efnilega nemendur frá Svalbarðsströnd og úr Hörgársveit svo eitthvað sé nefnt.

Það eru allir velkomnir að heyra og sjá þverskurð af okkar ágæta nemendahópi og fylgjast með okkar blómlega starfi í Tónlistarskóla Eyjafjarðar.

Verið velkomin.