Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari & Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari halda
tónleika í Laugarborg 13. mars kl. 20.30 & Dalvíkurkirkju 15. mars kl. 16.00
Á efnsiskránni verða verk eftir Schubert, Bottesini, Koussevitzky, Fauré, Oliver Kentish og Karólínu Eiríksdóttur.
AÐGANGUR AÐ TÓNLEIKUNUM ER ÓKEYPIS
Á efnsiskránni verða verk eftir Schubert, Bottesini, Koussevitzky, Fauré, Oliver Kentish og Karólínu Eiríksdóttur.
AÐGANGUR AÐ TÓNLEIKUNUM ER ÓKEYPIS
Þórir Jóhannsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru bæði bornir og barnfæddir Akureyringar, Þórir af eyrinni og Sólveig úr innbænum. Bæði tóku þau sín fyrstu skref á tónlisarbrautinni í Tónlistarskóla Akureyrar. Þrátt fyrir vin- og frændskap lágu leiðir þeirra sem tónlistarmenn ekki saman að ráði fyrr en árið 2000 í Tónlistarskóla Kópavogs þar sem þau urðu samkennarar.
Þórir og Sólveig búa nú bæði og starfa á Reykjavíkursvæðinu, Þórir sem kontrabassaleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennari í Tónlistarskóla Kópavogs þar sem Sólveig kennir einnig.
Þórir hefur frá því síðastliðið haust þegið listamannalaun frá mennamálaráðuneytinu og eru þessir tónleikar árangur samvinnu hans og Sólveigar á því tímabili.
Tónleikarnir í Laugarborg hefjast klukkan 20.30 á föstudagskvöldinu en tónleikarnir í Dalvíkurkirkju hefjast á sunnudeginum kl. 16.00. Athylgi er vakin á því að ókeypis er inn á báða tónleikana.
Þórir Jóhannsson hóf kontrabassanám hjá Gunnari H. Jónssyni í Tónlistarskóla Akureyrar. Hann lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðar Post Graduate Diploma frá the Royal Northern College of Music í Manchester. Hann spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands í tvö ár en fluttist síðan til Danmerkur þar sem hann bjó í rúm fjögur ár. Þar kenndi hann og var lausráðinn við nokkrar helstu hljómsveitir beggja vegna Eyrasundsins. Þórir flutti aftur til Íslands haustið 2000 og er nú fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann er kennari í Tónlistarskóla Kópavogs og er virkur í kammertónlistarlífi Reykjavíkur og er einn af stofnendum kammerhópsins Aþenu. Hann hefur frumflutt tvö einleiksverk sem voru samin sérstaklega fyrir hann, “Gradus ad Profundum” eftir Karólínu Eiríksdóttur og “Bagatelle” eftir Óliver Kentish sem jafnframt hefur samið konsert fyrir kontrabassa og blásarasveit sem Þórir mun frumflytja með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í mars 2008.
Í nóvember árið 2006 kom hann fram sem einleikari fyrir hönd Félags Íslenskra Tónlistarmanna á ársfundi Nordisk Solistråd í Osló.
Frá og með haustinu 2008 mun Þórir þiggja laun úr launasjóði Listasjóðs til sex mánuða.
Sólveig Anna Jónsdóttir stundaði píanónám við Tónlistarskólann á Akureyri,
Tónlistarskólann í Reykjavík og University of Houston í Texas. Meðal kennara hennar voru Philip Jenkins, Halldór Haraldsson og Nancy Weems.
Sólveig Anna hefur lengst af haft píanókennslu og meðleik með nemendum að aðalstarfi, nú undanfarið í Tónlistarskóla
Kópavogs þar sem hún er einnig deildarstjóri píanódeildar. Hún hefur einnig starfað með einsöngvurum og kórum, einleikurum og
kammerhópum og komið fram á tónleikum hérlendis og erlendis.