Gönguleið og reiðleið frá Akureyri að Hrafnagilshverfi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að legu gönguleiðar GL-1 og reiðleiðar HL-1 (héraðsleið) sem liggja frá Akureyri að Hrafnagilshverfi er breytt á hluta leiðarinnar.
Aðalskipulagsbreyting: Uppdráttur 1 og uppdráttur 2
Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólatröð 9 og hjá Skipulagsstofnun Laugarvegi 166 í Reykjavík frá 9. mars til og með 20. apríl 2016.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfangið esveit@esveit.is í síðasta lagi þann 20. apríl 2016.
Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsveitar