Öxnadalsheiði og Víkurskarði var lokað kl. 16.00 ásamt leiðinni um Mývatnsöræfi, Hólsheiði, Hófaskarð og Brekknaheiði.
Tilmælum er beint til fólks að vera ekki á ferðinni eftir kl. 17:00 í dag.
Hrafnagilsskóli hefur sent bréf til foreldra þar sem sagt er að tilkynning muni birtast kl. 7 í fyrramálið á heimasíðu skólans, www.krummi.is og í upplýsingarsíma 878 1603 hvort kennsla verði á morgun.
Íbúar eru hvattir til þess að fylgjast vel með fjölmiðlum. Einnig er mikilvægt að fylgjast með frekari upplýsingum frá Almannavörnum, á Facebook www.facebook.com/Almannavarnirum, veðurspá á www.vedur.is, færð á vegum www.vegagerdin og upplýsingum á textavarpinu, www.textavarp.is . Þá eru einnig sendar út upplýsingar á Facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.