Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 30. janúar 2010


Í vini alla nú skal ná
og næra í fjallasalnum.
Þorrinn kallar alltaf á
ákaft svall í dalnum.

Gaul á ný er görnum í
geymum því að fasta
tökum frí og hjartahlý
hittumst þrítugasta.

Glettni dafni, gríni og
gleði jafnan skili,
að allir safnist sín með trog
og sukk að Hrafnagili.
Höf: S.R.S.