Rafræna nefndin heldur áfram að undirbúa þorrablót sem haldið verður laugardagskvöldið 29. janúar kl. 21. Eins og fram hefur komið þurfið þið ekkert að gera annað en að setjast í sófann og tengja tölvuna við sjónvarpið. Eins og við vitum, er vonlaust að halda þorrablót án þorramatar. Nefndin hefur því leitað til tveggja aðila sem bjóða upp á tilbúna þorrabakka. Bautinn (s: 462-1818) býður bakka sem kostar 4699 kr. á mann og Matur og mörk (s: 462- 7273) bjóða bakka sem kostar 4500 kr. á mann, 8500 kr. fyrir tvo og 4000 kr, stk. ef pantað er fyrir þrjá eða fleiri. Þið sjáið sjálf um að panta bakkana ykkar með góðum fyrirvara, greiða og sækja. Og ekki gleyma guðaveigunum, þær sjáið þið líka um sjálf :) Munið að skrá ykkur (going) á viðburðinn á Facebook því skráðir sveitungar geta átt von á veglegum happdrættisvinningum.
Eru ekki allir orðnir spenntir??
Rafræna þorrablótsnefndin
- Stjórnsýsla
- Stjórnkerfi
- Skjöl og útgefið efni
- Fundargerðir
- Fjárhagsáætlun
- Ársreikningar
- Gjaldskrár
- Samþykktir
- Ábendingar
- Umsóknir
- • Íþrótta- og tómstundastyrkur
- • Lýðheilsustyrkur eldri borgara
- • Keppnis- og æfingaferðir
- • Heimaþjónusta
- • Skóladvöl utan sveitarfélags
- • Leikskóladvöl utan sveitarfélags
- • Starfsumsókn
- • Leyfi til hunda- og kattahalds
- • Umsókn um leiguhúsnæði
- • Félagslegt leiguhúsnæði
- • Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
- • Umsókn um leyfi til búfjárhalds í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um akstursþjónustu
- • Umsókn um styrk til menningarmála
- • Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel/dýraathvarf í Eyjafjarðarsveit
- • Umsókn um styrk vegna varmadælu
- Annað útgefið efni
- Eyjafjarðarsveit
- Skipulags- og byggingarmál
- Þjónusta
- Mannlíf