Það getur þú gert með því að taka þátt í íbúakönnun landshlutanna sem er nú í gangi um allt land. Þetta er sagt vegna þess að hún hefur hingað til nýst okkur hjá landshlutasamtökunum í að meta og hafa yfirlit yfir raunverulega stöðu okkar á landsbyggðinni. Það hefur mótað áherslur í starfi okkar og breytt forgangsröð þess. Einnig hefur hún nýst inn í hverskonar stefnumótun sem landshlutasamtökin hafa þurft að fara í og leggur því línurnar inn í framtíðina sem er mikilvægt í málum sem vinna þarf stöðugt að yfir langan tíma. Og að síðustu hafa upplýsingarnar nýst okkur í hagsmunabaráttu fyrir landshlutana. Fólk tekur mark á upplýsingum sem koma frá miklum fjölda fólks þar sem söfnun og úrvinnsla er faglega unnin. Þegar fólk setst niður með gögn sem þessi er hlustað.
Íbúakönnun landshlutanna er í gangi þessar vikurnar og verður hægt að svara henni út október. Í könnuninni er spurt hvort fólk sé ánægt með aðbúnað þar sem það býr þjónustu og ýmislegt annað sem skiptir máli fyrir velferð íbúanna. Einnig hvort það hyggist búa áfram þar sem það býr, hvar það sæki vinnu og við hvaða starfsgrein og ýmislegt er varðar vinnumarkaðinn. Könnunin veitir sveitarstjórnarmönnum mikilvægar vísbendingar um forgangsröð í verkefnum sveitarfélagsins og öðrum opinberum aðilum hvar tíma og fjármunum er best varið. Þess vegna er óhætt að segja þetta kjörið tækifæri fyrir íbúa til að gera gott samfélag enn betra.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) framkvæmdu könnunina fyrst 2004 og síðan þriðja hvert ár. Stöðugt fleiri hafa sóst eftir að taka þátt en þetta er í fyrsta sinn sem könnunin nær til landsins alls.
Samtök sveitarfélaga hafa líka framkvæmt könnun meðal fyrirtækja ár hvert síðan 2013. Sú könnun nær núna líka til alls landsins og gefur mjög mikilvægar upplýsingar á sama hátt og íbúakönnunin, um stöðu landshlutanna og þróun frá sjónarhóli allra íbúa, fyrirtækja og vinnandi stétta. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá SSV leiðir þessa vinnu í samráði við landshlutasamtökin og hefur komið nálægt framkvæmd þeirra frá upphafi. Stefnt er að því að báðar þessar kannanir verði framkvæmdar reglulega.
Hér er hægt að svara könnuninni
English
Dear Recipient
More respondents of foreign origin is needed for the regional residents survey. Will you, please participate? That is significant because public policy makers read the results. It only takes about 12 minutes to finish. Please join and enter by pressing the following link (or copy and put into your browser):
https://www.surveymonkey.com/r/ibuakonnun_2020_English
The regional residential survey is conducted under the auspices of all regional associations outside the capital area, business development agencies and the Icelandic Regional Development Institute. The survey is intended for all residents who have reached the age of 18. The aim of the survey is to explore the situation of residents on the labour market, their assessment of residential conditions, future expectations and general well-being – all for the purpose of making a good community even better.
Good luck and best regards.
Vífill Karlsson, The Federation of Municipalities in Vesturland
Mobile 6959907
Polski (Pólska útgáfan)
Dzień dobry
Serdecznie zapraszamy i zachęcamy mieszkańców poszczególnych regionów Islandii, szczególnie obcokrajowców, do wzięcia udziału w ankiecie badającej opinię publiczną. Udział jak największej liczby osób jest niezwykle istotny, dlatego że wyniki ankiety wpłyną na kształtowanie szeroko rozumianej polityki regionalnej państwa islandzkiego. Wypełnienie ankiety zabiera ok. 12 minut. Ankieta w formie elektronicznej znajduje się pod adresem:
https://www.surveymonkey.com/r/ibuakonnun_2020_Polski
Badanie opinii publicznej w poszczególnych regionach na Islandii jest organizowane wspólnie przez wszystkie organizacje regionalne poza okręgiem stołecznym, organizacje ds. rozwoju na rynku pracy oraz Islandzki Instytut Rozwoju Regionalnego. Badanie, w formie ankiety, skierowane jest do wszystkich mieszkańców, którzy ukończyli 18 lat. Celem ankiety jest zbadanie sytuacji mieszkańców na rynku pracy, ich opinii dot. warunków zamieszkania, ich oczekiwań przyszłościowych oraz ich ogólnego samopoczucia – wszystko po to, aby uczynić dobre społeczeństwo jeszcze lepszym.
Z wyrazami szacunku,