Sveitarstjórn auglýsir til leigu tún að Þormóðsstöðum í Sölvadal

Fréttir
Túnskrá á Þormóðsstöðum
Túnskrá á Þormóðsstöðum

Um er að ræða um það bil 27 hektara af túnum sem sveitarfélagið hyggst leigja út í sumar. Kallað er eftir hugmyndum þeirra sem hug hafa á nýtingu túnanna.

Hafist hefur verið handa við skógrækt á svæðinu og þarf að taka tillit til þess og skipuleggja nýtingu túnanna til samræmis við það í samráði sveitarfélagið og við Land- og skóg.

Áhugasamir hafi samband á sveitarstjori@esveit.is ekki síðar en 20.mars.

Skógrækt að Þormóðsstöðum.