Undirbúningur er hafinn að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, í samræmi við samning milli ríkisins og Eyþings. Opnir fundir verða haldnir til að ræða framtíð svæðanna og landshlutans og safna hugmyndum og forgangsraða þeim. Fundur fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar verður haldinn:
- 18. maí (þriðjudagur), kl. 19:00
Menningarhúsið Hof, Akureyri, fyrir Akureyrarbæ og nærsveitir, þ.e. Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp.
Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt í að móta stefnu og áherslur landshlutans.