Eyjafjaðarsveit auglýsir þrjú sumarstörf fyrir námsmenn sumarið 2021. Umsækjendur þurfa að verða 18 ára á árinu eða eldri og vera skráðir í námi á vorönn 2021 eða haustönn 2021. Ráðningartími er að hámarki tveir og hálfur mánuður miðað við fullt starf á tímabilinu 1. júní - 15. september.
Um er að ræða almenn störf sem tengjast að mestu leiti útiveru, umhverfismálum og eflingu innviða sveitarfélagsins.
Skylirði sem umsækjandi þarf að uppfylla:
- Vera skráður í nám að hausti 2021 eða verið skráður í nám á vorönn 2021.
- Þarf að vera 18 ára (á árinu) eða eldri.
Sumarstörfin tengjast átaksverkefni ríkisstjórnarinnar en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ákveðið í samræmi við tillögu ríkisstjórnar Íslands, að verja um 2.400 milljónum króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að standa straum af átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins, félagasamtök og sveitarfélög. Vonir standa til að með átakinu verði til allt að 2.500 tímabundin störf í allt að 2,5 mánuði í sumar fyrir námsmenn sem skiptast á milli opinberra stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka.
Laun fara samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins.
Umsóknarfrestur um öll störf er til og með 16. maí 2021 og skal umsóknum skilað á rafrænu formi gegnum vef sveitarfélagsins www.esveit.is