Sumarstörf í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar 2024

Fréttir

Sumarstörf í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar 2024

Sundlaugarverðir

Tvær stöður karla og tvær stöður kvenna.

Um er að ræða vaktavinnu í afar líflegu og skemmtilegu vinnuumhverfi.

Helstu verkefni:

  • Öryggisgæsla
  • Þjónusta við viðskiptavini íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis
  • Þrif á húsnæði og útisvæði
  • Afgreiðsla

Hæfniskröfur:

  • Vera orðin 18 ára
  • Geta staðist hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð um öryggi á sundstöðum
  • Hafa gott vald á íslensku og ensku
  • Hafa góða athyglisgáfu
  • Vera sjálfstæð í vinnubrögðum
  • Geta sýnt yfirvegun undir álagi
  • Hafa ríka þjónustulund
  • Vera stundvís
  • Vera jákvæð
  • Hafa hreint sakavottorð

Skv. starfsánægjukönnun sem gerð var meðal sumarstarfsfólks 2023 kom eftir farandi í ljós:

  • Allir sumarstarfsmenn voru ánægðir eða frekar ánægðir með þjálfun sem þeir fengu til að sinna sínu starfi.
  • Allir sumarstarfsmenn voru ánægðir eða frekar ánægðir með vinnuna heilt yfir.
  • Allir sumarstarfsmenn voru sammála eða frekar sammála um að mæla með vinnustaðnum við aðra.

Laun eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambandsins.

Umsóknarfrestur er til og með 17. mars. Umsóknir, ásamt kynningarbréfi, ferilsskrá og lista yfir meðmælendur skulu sendar á netfangið karlj@esveit.is. Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í síma 691-6633 á vinnutíma.