Styrktartónleikar

Minningasjóður Garðars Karlssonar
Sunnudaginn 25. mars n.k. kl. 15:00, verða tónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar haldnir í Laugarborg. Tónleikarnir eru að þessu sinni til styrktar minningarsjóði um Garðar Karlsson tónlistarkennara.
Garðar var um langan tíma einn atorkusamasti tónlistaruppalandi og kennari í Eyjafjarðarsveit. Viljum við minnast hans af hlýhug og þakklæti fyrir þau störf með tilkomu þessa minningarsjóðs sem hugsaður er til styrktar nemendum skólans.
Á tónleikunum koma fram nemendur skólans, kennarar og fyrrverandi nemandi skólans sem að þessu sinni er Elvý Hreinsdóttir altsöngkona. Sérstakir gestir eru skólakór Hrafnagilsskóla sem munu syngja nokkur lög undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur. Allir kennarar skólans gefa vinnu sína.
Ágætu sveitungar við hvetjum ykkur til að mæta á þessa tónleika, hlýða á góða tónlist, styrkja gott málefni, minnast Garðars.

Allir velkomnir og aðgangseyrir er 1500 kr.