Styrkjatækifæri og ráðgjöf á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs

Fréttir

Kynning í Hofi þriðjudaginn 17. september kl. 16:00-18:00. Styrkja- og samstarfstækifæri sem verða kynnt er á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs.

Dagskráin er eftirfarandi:
• Stutt almenn kynning
• Verkefni úr heimabyggð kynnt, einhver sem hefur farið í gegnum umsóknarferlið
• Stærsti hlutinn fer í samtal í smærri hópum um tækifæri og styrki (Starfsfólk Rannís skiptir sér niður á svæðinu og býður áhugasöm í nánara samtal). Til dæmis
• Erasmus+
• Horizon Europe
• Creative Europe
• European Solidary Corps
• Enterprise Europe Network
• Digital Europe
• LIFE
• Nordplus


Á Akureyri verða jafnframt sendiherrar ESB og Póllands til staðar til spjalls og ráðagerða.

Hér má finna skráningarhlekkinn og nánari upplýsingar
Hér er facebook viðburðurinn á Akureyri og facebook viðburðurinn á Þórshöfn


Hér má sjá dæmi um styrki fyrir um 2 milljarða til Íslands á sviði dagskrár- og kvikmyndagerðar, viðburða á sviði íslenskrar menningar og samstarfs (t.d. Big Bang tónlistarverkefni, Baskasetrið, akademíu skynjunarinnar, Lókal sviðslistahátíð, north atlantic tales): Creative Europe- myndband - yfirlit verkefna með íslenskri þátttöku sl. 7 ár (youtube.com)