Almenningi er boðið að ferðast með skólabílum að Hrafnagilsskóla á morgnana. Þaðan er síðan ferð sem fer til Akureyrar kl. 7:45 og stöðvar þar sem þörf er á eins og við Skautahöllina, VMA og MA.
Á seinasta sveitarstjórnarfundi var ákveðið að bæta við þessa þjónustu og bjóða upp á akstur til baka inn í sveitarfélagið.
Ferð verður frá strætóstoppistöðinni við Drottningarbraut sunnan við Kaupvangsstræti kl. 13:40, að Hrafnagilsskóla.
Síðan verður ferð frá Nætursölunni á Akureyrar kl. 16.30 að MA, VMA og inn að Hrafnagilshverfi, austur yfir eftir Miðbrautinni, norður eftir Eyjafjarðarbraut eystri, upp hjá Knarrarbergi og niður Knarrarbergsveg og Veigastaðaveg, að Eyjafjarðarbraut eystri og þaðan í miðbæ Akureyrar. Þessar ferðir verða alla virka daga á meðan á skólahaldi stendur og þjónustan er ókeypis þar til annað verður ákveðið.
Aksturáætlun skólabifreiða má sjá á vef grunnskólans.