Störf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Fréttir

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir tvær stöður á skrifstofuembættisins til umsóknar.

Byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar bs. var stofnað árið 2017 og annast það skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og mannvirkjalögum nr. 160/2010. Starfstöð byggðasamlagsins er í Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi og þar vinna þrír starfsmenn.

 

VERKEFNISSTJÓRI BYGGINGARMÁLA

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE) auglýsir eftir aðila í 80-100 % stöðu verkefnisstjóra byggingarmála. Starfið felst í leyfisveitingum og lögbundnu byggingareftirlit sveitarfélags eins og það er fyrirskrifað í 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Starfmaðurinn mun bera ábyrgð á úrvinnslu erinda sem til afgreiðslu koma hjá SBE, svo sem yfirferð uppdrátta, útgáfu byggingarleyfa, samskiptum við umsækjendur og fagaðila, framkvæmd reglulegs byggingareftirlits, framkvæmd öryggis- og lokaúttekta auk annarra verkefna á sviði byggingarmála. Auk þess mun starsmaðurinn hafa aðkomu að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu og annarra tækninýjunga á sviði byggingareftirlits. Um er að ræða nýja stöðu og leitað er að öflugum og hæfum einstaklingi sem hefur metnað til að vaxa og eflast í starfi og áhuga á að setja mark sitt á viðfangsefni sín. Starfstöð er á skrifstofu SBE, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi.

Meðal verkefna starfsmannsins verða:

  • Útgáfa byggingarleyfa og annarra leyfisbréfa vegna leyfisveitinga skv.
  • mannvirkjalögum nr. 160/2010.
  • Útgáfa lokavottorða og annarra vottorða skv. mannvirkjalögum nr. 160/2010.
  • Skráning byggingarleyfa í Mannvirkjaskrá HMS.
  • Yfirferð uppdrátta.
  • Framkvæmd byggingareftirlits.
  • Þáttaka í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu á sviði byggingarmála.
  • Aðstoð við þróun byggingareftirlits og innleiðingu tækninýjunga.
  • Þáttaka í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga á sviði byggingarmála.
  • Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og aðstoð á sviði byggingarmála við borgara
  • og framkvæmdaraðila og aðra hagsmunaaðila.
  • Þáttaka í innra eftirliti skv. gæðakerfi embættisins.
  • Undirbúningur og eftirfylgni afgreiðslufunda skipulags- og byggingar
  • fulltrúa.

Hæfni- og menntunarkröfur:

  • Menntun á sviði byggingarmála skv. 25. gr.
  • mannvirkjalaga nr. 160/2010.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Lipurð í samskiptum.
  • Stundvísi og skipulögð vinnubrögð.
  • Samvinnuhæfni og jákvæðni í samskiptum.
  • Reynsla af hönnun er kostur.
  • Reynsla af vinnu samkvæmt gæðakerfi er kostur.
  • Reynsla af Mannvirkjaskrá eða sambærilegum
  • gagnagrunnum er kostur.
  • Þekking á algengum hugbúnaði á borð við MS
  • Office, CAD, BIM og GIS hugbúnaði er kostur.

 

MÓTTÖKUSTARFSMAÐUR

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í 50 % stöðu starfsmanns á skrifstofu. Starfið felst í móttöku erinda, símavörslu og úrvinnslu annarra verkefna á skrifstofu embættisins, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi.

Meðal verkefna starfsmannsins verða:

  • Móttaka erinda og símavarsla
  • Skráning upplýsinga í skjalakerfi embættisins
  • Innra eftirlit skv. gæðakerfi embættisins
  • Skönnun teikninga
  • Almenn skrifstofustörf
  • Samskipti við málsaðila vegna skipulagsmála
  • s. grenndarkynninga

Hæfni- og menntunarkröfur:

  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta
  • Stundvísi og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla af skrifstofustörfum
  • Samvinnuhæfni og jákvæðni í samskiptum.
  • Þekking á tölvuforritunum Outlook, Word
  • og öðrum algengum hugbúnaði er kostur

 

Umsóknarbréf og ferilskrá í pdf sniði skulu send í tölvupósti í síðasta lagi 15. desember 2023 á netfangið vigfus@sbe.is.
Nánari upplýsingar veitir Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, í síma 463-0620.