Í skráningarblaðinu þarf að gefa upp:
- staðsetningu húsnæðis
- tegund húsnæðis
- fjölda rúma og
- hversu lengi húsnæðið stendur til boða
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur landsmenn til að skrá mögulegt húsnæði hjá Rauða krossinum, það einfaldar mjög utanumhald en fjölmörg hafa nú þegar boðið húsnæði á samfélagsmiðlum.
Farið verður yfir boð um húsnæði og haft samband við tengilið ef af verður. Ekki er víst að haft verði samband við alla.