Skólastefna eða menntastefna, vilt þú hafa áhrif?

Fréttir

ÍBÚAFUNDUR

Þriðjudaginn 9. apríl kl. 20.00

 

Um endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar frá 2017 (smelltu til að skoða stefnuna).

Skólastefna eða menntastefna, vilt þú hafa áhrif?
Íbúafundur verður haldinn í Laugarborg um endurskoðun skólastefnu Eyjafjarðarsveitar.
Vinna er hafin við endurskoðun skólastefnunnar sem er frá 2017. Verkefnið er fólgið í því að greina núverandi stöðu á gildandi skólastefnu og móta framtíðarsýn með skýrum viðmiðum um gæði menntastarfs.

Rík áhersla er lögð á samráð við stjórnendur, starfsfólk, nemendur, foreldra og aðra íbúa sveitarfélagsins við endurskoðun skólastefnunnar. Opið ferli og samtal við samfélagið er mikilvægt svo vel takist til við mótun stefnu og innleiðingu enda er slíkt grundvöllur þess að sem mest sátt ríki um stefnuna.

 

Hvenær: Þriðjudaginn 9. apríl

Tími: 20:00

Hvar: Félagsheimilinu Laugarborg

Veitingar: Léttar veitingar

 

Dagskrá fundarins

  • Kynning á stýrihóp og verkefninu.
  • Fyrirlestur - Gerð og mikilvægi menntastefnu sveitarfélaga.
  • Hópavinna.
  • Samantekt, spurningar og næstu skref.
  • Fundi lokið um 22°°

 

Athugið!

Eftir fundinn verður opið skjal/könnun í eina (1) viku sem verður hægt að skrifa í fyrir þá sem ekki komast á fundinn um sama efni og var rætt. Skjalið verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Einnig er hægt að senda tölvupóst eða hringja í verkefnastjóra Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson á netfangið gunnthor@ais.is eða í síma 699-1303 og koma á framfæri ábendingum.

Með von um gott samstarf og góða þátttöku

Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu