Á fundi sveitarstjórnar 19. júní s.l. var eftirfarandi samþykkt:
"Í samræmi við yfirlýsingar fulltrúa F-listans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um skólaakstur svo
og með hliðsjón af úrslitum kosninganna samþykkir sveitarstjórn að leita umsagnar skólanefndar og skólaráðs um eftirfarandi
breytingar:
”Tímaáætlun morgunferða í skólaakstri verður frá og með n.k. hausti færð til fyrra horfs þ.e. eins og hún var
veturinn 2012 - 2013.
Jafnframt verði hætt með morgunverð og gæslu sem hlaust af flýtingu skólabíla.
Óskað er eftir því að skólanefnd og skólaráð fjalli um ofangreinda tillögu sem fyrst.
Til að mæta þörfum framhaldsskólanema, samþykkir sveitarstjórn að leita leiða til að vera með
hópakstur á þeim tíma sem hentar framhaldsskólanemum.
Sveitastjórn felur oddvita og skrifstofustjóra að vinna að málinu og skila tillögum til sveitastjórnar eins fljótt og auðið er."
Hópakstur í framhaldsskóla
Sveitarstjórn hefur áform um að koma á hópakstri fyrir framhaldsskólanema. Til að geta skipulagt slíkan hópakstur er mikilvægt að
fá upplýsingar um þá aðila sem vilja nýta sér þessar ferðir. Erindi þetta er sent á öll heimili og er sérstaklega
höfðað til einstaklinga sem eru á framhaldsskólaaldri þ.e. fæddir 1993-1999.
Óskað er eftir að þeir einstaklingar sem hyggjast nýta sér þessar ferðir láti vita á skrifstofu sveitarfélagsins með
tölvupósti eða í síma 463-0600 fyrir 7. júlí. Þá er gott að vita hvort ætlunin sé að nýta
ferðirnar allan veturinn eða hluta vetrar (haustönn/vorönn).
Leitast verður við að hafa akstursgjaldið hóflegt.
Ef aðrir en framhaldsskólanemar hafa áhuga á að nýta sér þessar ferðir væri mjög gott að fá upplýsingar um það.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar s: 463-0600.